*
22.6.05
-fix you-

Gott fólk! Setjist upp í skrjóðinn ykkar eða blikkið strætóbílstjórann eða hlaupið jafnvel út í næstu plötubúð og kaupið Coldplay plötuna. Ekki reyna að hlaða henni niður á netinu eins og aular. Styðjið góða list þegar hún loksins kemur! Í sömu ferð væri æskilegt að kippa með sér Antony and The Johnsons líka. Varðandi X&Y, nýjustu plötu Coldplay þá er ég hreinlega orðlaus. Þeim hefur tekist að gera eina snilldina á eftir annarri og það er ekki annað hægt en að dást að þeim. Þessi plata er svo yndisleg ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta. Eitt uppáhalds lagið mitt er "Fix you". Þetta er ein fallegasta lagasmíð sem ég hef heyrt í langan tíma þar sem texti,söngur og samspil er óaðfinnanlegt! Ég fæ gæsahúð við hverja hlustun. Vekur þetta ýmsar kenndir. Ég myndi mæla með því að gera laginu góð skil með góðum hljómgræjum og jafnvel taka smá rúnt út fyrir bæinn og horfa út á sjóinn. Bara tillaga (",) Það myndi ég allavega gera ef ég væri svo lánsöm að vera á Klakanum einmitt núna.

Antony er svo einfaldlega eitthvað sem fólk verður að kynnast. Klæð-kynskiptingur og sögu hans þekkja fáir og vita varla hvaðan og hvernig hann er til kominn. Rödd hans er engri lík og platan er að mínu mati mjög kynþokkafull.

Að lokum óska ég ykkur góðs tónlistarsumars! Things are looking up ! svona í miðjunni á öllum soranum sem í boði er!!!


"lights will guide you home -and ignite your bones -and I will try... to fix you"
- Coldplay

V
Veddarinn at 21:55 |

12.6.05
-o ljufa lif-

Hamingja er annad millinafn mitt.

Islenskur kjarnahopur vinkvenna smaladi ser saman og grilladi heima hja Evu i gaerkveldi. Stod undirritud fyrir samkvaemisleikjum og salgreiningu med stjarnfraedilegu ivafi (",) Yndislegt kveld med edalkonum.

Svo skundudum vid i Covent Garden i dag thar sem Islendingafelagid i Lundunum thjofstartadi 17.juni vid fallegri athofn i St.Paul's kirkju og guffudum vid i okkur SS pylsum og islensku saelgaeti fra Noa karli. Eg er her med buin med saelgaetiskvotann ut arid.

Hamingja er tho ekki einungis millinafn mitt sokum godrar helgi i hlyjum felagsskap, heldur er hun adallega til komin vegna rifandi stolts sem eg ber til systur minnar. Adaldisin fekk nidurstodu ur einu erfidasta profinu sinu (skadabotaretti) nu um daginn og kom thad upp ur krafsinu ad hun var naesthaest stelpan! Ekki litid stolt litil systir her a kantinum og svo verdur thad bara betra og betra thegar madur heyrir af glorium braedra sinna a Klakanum. Thad er svo gott i thessu folki. Duglegt og gott folk.

Til ad toppa thetta allt, tha hvisladi litill fugl thvi ad mer ad mjog stort og vidamikid verkefni sem eg gerdi med bekkjarfelogum minum fekk haestu einkunn.... og hefur thetta mikil ahrif a lokaeinkunn mina.

Enn fremur tha atti eg fallegt simasamtal vid fallegan mann i kveld og eg styrkist ae meir i theirri tru ad vilji er hreinlega allt sem thurfi i thessu lifi. Madur a ad eltast vid thad sem madur vill og hlusta ekki a efasemdir hugans sem eru adeins sprottnar upp fra neikvaedni annarra.

"Each and every one of us has the opportunity to accept the responsibility for our own development"

Verum nu god vid hvert annad!

V
Veddarinn at 22:35 |

7.6.05
-don't ignore the things that give you real pleasure!-


V
Veddarinn at 17:34 |

1.6.05
-hamingja-

Sidustu helgi var eytt a Klakanum goda i fadmi fjolskyldu og vina. 100 ara afmaeli Verzlo, utskrift og skolastjoraskipti foru ad oskum og var mer mikill heidur ad fa ad gaula thar ofan i Haskolabio a thessum dyrdardegi. Thessi sami laugardagur var svo pakkadur af kraesingum, godu folki og studi. Erna, systir Johonnu var ad utskrifast og eftir dyrindis maltid a "Holstrupvej" og Thjodhatidarsong thess goda heimilis hja Bryndisi og Anitu... var haldid i utskriftarveislu skvisunnar. Allt endadi thetta a Laugaveginum med minu besta folki, Krulla, Kotu, Ani,Rakel, Hildi og Johonnu og ma med sanni segja ad Island er best i heimi! Mer var falid thad mikla verk ad hugsa vel um Johonnu ad beidni Indrida, hennar heittelskada og gekk thad allt vel eftir (",)

Thessi manudur verdur annasamur hja mer. Trui thvi ekki ad ar se lidid og eg skuli vera ad klara namid mitt 30.juni. Hvad gerdist??? Eg horfi saknadaraugum a landakortid og hlakka mikid til sumarsins a Klakanum og ad geta eytt tima med Bergmanninum.

Mer er bodid a CADS Awards i kveld og aetti thad ad vera helt sa laekkert - bransateiti innan tonlistarmyndbandageirans - fer med Evu Mariu eiturploggara og einhverjum Kana sem eg man ekki hvad heitir.. en er umbodsmadur Minus vist. Aetti ad vera agaetis kveld hja mer. Se fram a heimfor i fyrra lagi thar sem skoli er i fyrramalid.

Eg sit her a netcafe med iPodinn minn elskulega og raula med Cure, "Boys don't cry"... og tho thad se rigning her i storborginni og slepja, tha mun alltaf vera sol i thessu litla salartetri.. thvi lifid er bara svo fallegt!

-"there can be no rainbows without rain"-

V
Veddarinn at 15:23 |

25.5.05
-rhythm is a dancer-

Eg sit her vid tolvuna ad hlada inn minu besta lagasafni inn a i-podinn a milli thess sem ferdatoskurnar fyllast af fotum og doti sem eg mun taka med mer til Islands nuna um helgina. Mer var bodid heim til ad syngja a utskriftinni i Verzlo nuna a laugardaginn og er thad mer mikill heidur thar sem skolastjoraskiptin verda tha formlega og faum vid tha ad kvedja hinn virdulega Thorvard Eliasson sem hefur sidasta aratuginn setid i stol rektors og skilad sinu afskaplega vel. I somu ferd aetla eg ad trutsa gott folk, strida modur minni, fara ut a batinn med Sigfusi brodur og sidast en ekki sist aetla eg ad berja augum hinn virdulega Gabriel Bergmann, nyfaedda erkiengilinn. Ferdin verdur afar stutt en eg aetla ad nyta mer hana til ad ferdast med helminginn af Lundunadotinu minu.....

....breytingar eru nefnilega yfirvofandi i lifi Veddarans og er thad aetid aeskilegt og gott. Vid systur munum segja skilid vid ibudartetrid a Avonmore Rd. i sumar. Aldis ad klara logfraedina med glaesibrag eins og henni er von og visa og eg klara skolann minn med verkefnaskilum og storu lokaprofi 30.juni. A sama tima klarar Hr. Bergmann sidasta profid sitt i Leuven, theirri godu haskolaborg i Belgiu og munum vid svo fljuga saman heim til Islands og aetla eg ad njota sumarsins a Islandi og taka allan pakkann a thetta: fara hringinn, ut a batinn, laumast til Japan i viku med Bang Gang, lata vedra mig til adeins og liggja i sundlaugunum og fa mer pylsu med ollu i Dalnum.... og svo toppa thetta allt med Thjodhatid i Eyjum 2005 !!! Jamie og Fayney snillingar aetla ad koma tha helgi og fa ad gista i kofanum okkar goda i Eyjum og fa their tha Sigfusson fjolskylduna beint i aed. Fayney var ad klara The Rainmaker plotuna sem verdur gefin ut nu i byrjun sumars og a eg tvo log a henni. Thessi ferd theirra a thvi ad vera agaetis hvild fra annasomum utgafum og upptokubasli. Hugsa ad vid slysumst samt til ad taka eitthvad upp i thessari ferd. Thegar madur er kominn a lagid med thetta tha er hreinlega ekki aftur snuid.

...svo er spennandi haust framundan i Lundunaborg. Publishing samningur ad koma i hus og hamingja med remuladi a ollum kontum!

Fann skemmtilega tilvitnun i bok sem eg las um Simone de Beauvoir og bara tho nokkud til i thessu:

-women have two jobs: one is to be a female and the other is to be a human being-

Ad lokum vil eg senda stort knus til modur minnar sem les alltaf bloggid mitt i laumi og sendir mer ritskodanir a sms formi! :) Kraftur i kellu!

V
Veddarinn at 16:48 |

19.5.05
-this battlefield-

my light will shine on you
just you wait and see
at the end of each rainy day
you´ll want to be with me

don´t resist this feeling
of needing something new
you will never hunger
if you swallow when you chew

:warriors have battled
on this battlefield
but you will wear a crown
and you will have my shield:

I said, you will never hunger
cause my love is bread
I will make you feel alive
even when you´re dead

I will hum a lovesong
and put your soul to rest
I will practise what I preach
with me you´ll share the best

:warriors have battled
on this battlefield
but you will wear a crown
and you will have my shield:

you will wear a crown
and you will have my shield...

V.H.Á.
Veddarinn at 12:08 |

6.5.05
-ch ch ch ch changes...-

Solin hefur skinid yfir Lundunabuum i dag. Hlytt vedur og svalur andvari farinn ad lida yfir a kveldid. Eg hef att afar rolegan og godan dag. Nadi ad vinna heilmikid i litla hljodverinu minu og hef fengid endalausan innblastur fra saetu litlu fuglunum sem syngja dirren di fyrir utan gluggann minn.... eda eg vil meina ad their seu visvitandi ad gefa mer innblastur. Their vita hvad eg er threytt og luin og vilja adeins adstoda skvisuna vid lagasmidarnar. Eg er viss um thad.

Kosningar a Bretlandseyjum nyafstadnar og Tony Blair og hans flokkur Labour hafa unnid sogulegan sigur, thridja sigurinn i rod. Thetta er hins vegar 'bitter sweet' sigur svokalladur thar sem Labour flokkurinn hefur tapad einhverjum fjorutiu saetum rumlega og er thvi med 356 saeti a thingi. Ekki er oliklegt ad Iraksstridid hafi att einhvern hlut thar ad mali en serfraedingar segja tho ad landinn hafi lika tekid adra hluti med i reikninginn eins og haekkun skolagjalda og samgongumal sem hafa eflaust einnig tekid sinn toll. Thar a eftir kemur Ihaldsflokkurinn med Michael Howard i fararbroddi og juku their fylgi sitt um 2.6 prosent ad eg held. Thad gefur theim 198 saeti a thingi. Thar naest koma Demokratarnir med 62 saeti a thingi og afgangs eru tha 30 saeti. Ljotasta kosningabarattan var i hondum George Gallaway sem er fyrrverandi Labour medlimur og var svona 'pent' latinn fara vegna sterkra skodanna sinna a stridinu. Thad ma segja ad kosningabarattan sem hann hadi undir nafninu 'Respect' ad mig minnir hafi bara verid su allra ljotasta sem eg hef sed um aevina. Hann nadi svo einhverju fylgi i Bethnal Green og Bow hverfunum her i Lundunaborg thar sem Irakar eru i meirihluta. En ekki getur thad talist mikid. Sem betur fer. Thad hraedir mann bara thegar svona hatursfullir menn eru i forsvari.
Eg er personulega anaegd med ad Labour skuli halda velli. Thad er min skodun ad their hafi gert storgoda hluti her i Bretlandi tho vissulega megi deila um afrek theirra utanlands og studning vid stridid. Thad er tho einnig min skodun ad erfitt hefdi verid fyrir radandi stjornmalaflokk svo ahrifamikils lands i heiminum ad fylgja ekki eftir Alveldinu i Vestri i svona erfidum akvardanatokum. Eg itreka ad eg er ekki hlynnt stridi. Punktur basta. Eg hins vegar neita ad trua thvi ad Labour flokkurinn myndi taka svo illa upplysta akvordun i svo alvarlegu mali. Eg hef tru a Tony Blair og thvi sem hann hefur gert fyrir England ad minnsta kosti, thetta land sem hefur nad ad festa raetur i hjarta mer. Hins vegar kaus eg ekki og thvi fellur heila umraedan um sjalft sig. Eg kys i minu heimalandi thar sem logheimili mitt er svo ad eini studningurinn fra mer er a thessum notum: 'ja, frabaert!'

En yfir i ljufari salma.... okkur systrum og islenskum domum i Lundunaborg er bodid i teiti a morgun er kallast Íslenskur Dömudagur'. Mun thetta byrja um tvo leytid og felur i ser hadegisverd og eins og stendur i 'bodskortinu': 'networking milli islenskra kvenna i Lundunum' .... eg veit ekki vid hverju er ad buast en veit tho ad vid Vikingarnir munum fjolmenna og eg er voda spennt ad sja hvada sperrudu skvisur standa fyrir svona fognudi. Aetli eg geti ekki sankad ad mer svona 'fan base' islenskra kvenna i Lundunum. Thad vaeri ekki amalegt ad vera med einn slikan. Tha vaeri alltaf uppselt hja mer i Royal Albert Hall ! ? Tja, kannski einhvern daginn....

A sunnudaginn kemur svo Halli til min i stutt stopp a leid sinni fra Islandi. Hann for ad kikja a Erkiengilinn nyfaedda, Gabriel og er vitaskuld i essinu sinu og stoltur af litlu systur sem tekur sig vist feikivel ut i modurhlutverkinu.
Eg hlakka mikid til ad fa Bergmanninn i heimsokn. Simreikningar eru haerri en aeskilegt er thegar madur er fataekur namsmadur og thvi betra ad hafa thetta bara hja ser i stadinn. Eg hef svo latid utbua lítið búr þar sem eg aetla ad geyma hann svo hann fari nu ekki aftur til Belgiu.
Vid vorum ekki lengi ad panta okkur hotel vid strondina i Brighton (Sudur Englandi) hvar vid munum dvelja eina nott og njota goda vedursins. Nu hef eg ekki sed sjoinn i naerri halft ar og mig thyrstir hreinlega i ad heyra ölduniðinn og geta bara setid uti a svolum med litlu skrudduna mina og skrifa skrifa skrifa......

-"Love is eternal - the aspect may change, but not the essence... love makes one calmer about many things, and that way, one is more fit for one's work. -Vincent Van Gogh" -

Godar stundir.

V
Veddarinn at 17:51 |

4.5.05
-Pabbi-

Ég er pabbastelpa. Ég viðurkenni það auðfúslega enda ekki komin af verri manni en þeim sem móðir mín elskar heitast og hennar dómgreind er æskilegt að treysta. Pabbi er svona gæji sem hefur alltaf verið til staðar. Meira að segja þegar það þótti ekkert sérlega töff hér í gamla daga fyrir karla að skipta á bleium og annað slíkt sem átti að tilheyra móðurhlutverkinu, þá var pabbi á kafi í kúkableiunum, keyrði okkur á kóræfingar, mætti á alla foreldrafundi og stóð fyrir fjölskyldukvöldum á miðvikudögum sem voru svona V.I.P. kvöld bara fyrir okkur. Þetta er nú bara hluti af því sem pabbi gerði og hefur ætíð gert en mér fannst bara kominn tími til að tjá mig um þennan merkilega mann hér á blogginu. Ég tala hátíðlega og með væntumþykju um alla meðlimi fjölskyldu minnar og er það svosum ekkert endilega gert af vana eða skyldu af því þetta er mér blóðtengt. Þetta er eingöngu komið til vegna þess hversu lánsöm ég er að eiga svona góða að.

Svo þegar ég fylgist með fréttaumræðu hér í Lundúnum um hversu lítið pabbar tækju þátt í uppeldinu og einhverjum prósentum var hent upp í kjölfarið þá fór ég að hugsa hvað þetta væri nú hrikalega lummulegt af þessum elskum. Mínar kröfur eru vissulega miklar þegar kemur að svona hlutum og finnst mér þetta alveg sjálfsagt enda hef ég aldrei heyrt pabba kvarta yfir einu né neinu.

Pabbi hefur alltaf reynst mér góður vinur og jafnvel í miðjum kosningabaráttum eða annasömum tímum í hans vinnu, þá er fjölskyldan alltaf í fyrsta sæti. Af hverju? Jú, af því að hún er honum allt. Eitthvað sem hann hefur nostrað við allt sitt líf og miðlað sinni þekkingu og reynslu til.

Mér er minnistæðast þegar pabbi hélt mér, há tvítugri orðinni, snöktandi í faðmi sér yfir heila nótt og mætti svo til vinnu morguninn eftir til að takast á við kjaradeilur og hvað annað ekki. Einnig ber að nefna þegar pabbi kom fram með mérá tónleikum mínum 28.des nú rétt fyrir áramót, spilaði á gítarinn eins og rokkarinn sem hann er, mætti svo á Vegamót í eftirpartýið til að setja upp skjávarpagræjur fyrir frumsýningu myndbandsins, bindindismaðurinn lá þar á bak við barinn sveittur að tengja snúrur og morguninn eftir er hann mættur á körfuboltaleik með Sigfúsi bróður með Guðmund Egil bróður á línunni spyrjandi hvernig gengið hefði í stærðfræðiprófinu. Þetta er pabbi í hnotskurn. Hann gerir allt fyrir Dísirnar sínar og allt gerir hann einnig fyrir strákana sína.

Mamma er mikill snillingur einnig, það fer ekki milli mála og hefur hún vissulega gríðarleg áhrif á Árna sinn. Þetta er bara örlítið tribute til elsku pabba í kjölfarið á umræðu í sjónvarpinu hér í Bretlandinu sem stuðaði mig verulega.

Við Árnabörnin erum vissulega lánsöm að eiga foreldra eins og mömmu og pabba. Þau knúsast og kyssast hvar sem tími gefst til og hafa svo sannarlega gefið okkur börnunum gott fordæmi um hvað það er að elska. Erfiðleikar, veikindi, sigrar og ekki sigrar, allt er þetta yfirstíganlegt því þau eru óyfirstíganleg eining.

Og þá er mér spurn. Er ég bara svona ótrúlega lánsöm að storkurinn skildi mig eftir við dyrnar hjá Árna og Bryndísi eða er þetta eitthvað sem við konur allar eigum að gera ráð fyrir? Að vísu er þetta líka spurning um persónuleika hvers og eins en svona allt í allt, er þetta ekki það sem við viljum allar? Svona eiginmann?

Ég tel mig allavega vera á réttri leið með þetta allt saman. Búin að eigna mér einn alveg ferlega efnilegan og á ég föður mínum mikið að þakka í þeirri deild. Kröfur á minn disk, takk!

V

Innblástursinnskot maímánaðar: "Value those who love you for yourself." tranquility - david baird
Veddarinn at 17:11 |

28.4.05
-hamingja-

Skólinn er að gera út af við mig. Þetta er einn af skemmtilegri kúrsunum sem ég tek núna fram í júní en þrátt fyrir það, þá tekur það mig ferlega langan tíma að skilja og innbyrða efnið. Óttalegt alveg hreint... og ég hélt þetta yrði BARA gaman (",)

Ég skrái mig hér inn á bloggið síðla kvelds því nú er heldur betur tilefni til að blogga! Sonja Bergmann átti dásamlegan, hraustan dreng núna 24.apríl 2005 með unnusta sínum Kasper. Ég hef fengið slatta af myndum sent á mig og verð nú bara að segja að þetta eru eðalgen alveg hreint. Engill af himnum ofan og, eins og ávallt þegar börn fæðast inn í þennan heim, kraftaverk! Hamingjuóskir koma því hér frá Veddaranum opinberlega....

...annars er ég bara lúin í beinum og soddan búið að mjólka úr mér allt tónlistartengt í dag svo að ég sé rúmið mitt í hyllingum og ætla að vippa mér undir hlýja sæng og safna kröftum fyrir komandi helgi.

Lifið heil og verið hamingjusöm...þrátt fyrir allt (",)

V
Veddarinn at 21:54 |

25.4.05
-lífið í skel krabbans-

Undir harðri skel
ég hugga mig við sandinn
á strönd örugg ég dvel
þar til kemur tíðarandinn
Hann skolar af mér brynjuna
og slípar mitt skjól
dregur fram ljónynjuna
klaeðir í sinn kjól

Og þegar ég vil vaka
komin á hans vald
hann dregur sig til baka
þó a mér hafi hald

Aðeins í hans flóði
ég flýt i alsælu
og sjávarylurinn góði
umvefur mig sinni gælu
En þá kemur fjara
og flóðið fer
á eftir mávar stara,
og finna til með mér.

V.H.Á.
Veddarinn at 17:17 |

23.4.05
-Aldís mín-

Mín ástkæra systir átti afmæli núna 19.apríl og varð þá 25 ára gömul. Dagurinn var yndislegur á allan hátt sérstaklega í ljósi þess að Krullinn kom í óvænta fótboltaferð og snæddi með okkur afmæliskvöldverðinn ásamt Valfríðinni. Nú eru svo afi Gvendur og amma Hervör í heimsókn hjá okkur ásamt múttukrúttinu og hefur móðir mín heimtað af mér að skrifa inn á bloggið "afmælistöluna" sem ég hélt til Aldísar nú á þriðjudaginn. Var það skrifað smáum stöfum í afmæliskortið til hennar sem fylgdi gjöfinni og rauðu rósunum 25. Ég verð því við bón minnar móður og fæ þá um leið að sýna væntumþykju mína á stóru systur og gefa vinum og vandamönnum tækifæri á að senda henni síðbúnar afmæliskveðjur. Hér kemur svo vasaklútarullan með öllum þeim innskotum (í sviga) sem Aldís kom með á meðan ég fór með töluna:

"Hún gat gert mér ýmsan grikkinn hún systir mín enda löngum gantast með að mamma og pabbi hefðu átt mig í þeim tilgangi að hún hefði einhvern félagsskap í U.S.A. þegar þau voru í námi. Það má því segja að tilvera mín hafi æðri tilgang og sé að mörgu leyti Aldísi að þakka ("ha nebbla þa'..").
Nú gekk þetta upp og ofan og tvær litlar ljóshærðar dúllur höfðu félagsskap af hvorri annarri með skinum og skúrum. Tengslin voru órjúfanleg og því meira sem Aldís reyndi að eiga sitt einkalíf með sínum jafnöldrum því fastara fylgdi litla systir á eftir (Krullinn og Aldís skella upp úr). Aldís virtist ekki losna við mig þá og hefur ekki gert það enn þann dag í dag, enda minn traustasti vinur og því ekki óeðlilegt að maður haldi í hana eins og maður ætti lífið að leysa.
Hún hefur verið þolinmóð við litlu systur og miðlað þekkingu sinni til mín svo maður standi nú betur að vígi í stórborginni Lundúnum. Hún er ákveðin hún systir mín og áræðnin er óbilandi. Lífið hefur ekki alltaf verið slétt og fellt hjá henni ("hvaða vitleysa, ég er á lífi, er það ekki?") en alltaf stendur hún uppi sterkari og æ fallegri og það sér ekki á henni eftir að hafa barist við storminn. Ég er eins og ég er og klökkheitin ekki fjarri mér þegar ég hugsa um elsku systur mína sem ég elska svo mikið (Aldís kjaftstopp, vasaklútarnir teknir upp..).

Stríðnispúkann sem lét mig syngja Karen Carpenter með lokuð augun svo hún gæti skyrpt upp í mig (tekur andköf:"Védís, þú átt ekki að segja nokkrum manni þetta!"), húmoristann sem skilur brandarana mína og hlær jafnvel þegar þeir eru ekki fyndnir, orkuboltann sem rífur sig upp á morgnana til að fara í leikfimi áður en hún harkar lögfræðibækurnar uppi í skóla, skipuleggjandann sem þekkir hvern krók og kima í Lundúnum, ofurgelluna sem stígur út úr "litla jarðarberinu" eins og fullkomnunin sjálf, ráðleggjandann sem ræður mér ávallt heilt og ber aðeins mína hagsmuni fyrir brjósti. Mína einu og bestu systur sem er fyrsta manneskjan til að stökkva fyrir kúluna ef litla systir er í voða ("jú jú..mikið rétt").

Það er þröngt á þingi á litla Avonmore Road og stutt í pirring þegar tvær drottningar deila sama rúminu. Því gleymir maður oft að stoppa, hlusta á himnana og muna hvað maður er lánsamur að eiga hana Aldísi að. Því enginn kemst með tærnar þar sem stóra systir hefur hælana og traustari vin er ekki hægt að eiga.
Svo að þegar ég hugsa um þessa kenningu hennar um af hverju ég var getin þá veit ég að það er ýmislegt til í henni. Það sem Aldís hins vegar veit ekki er að hún hefur einnig veitt mér félagsskap á mælikvarða sem ekki er hægt að mæla.

25 ára í dag þessi dásamlega kona (þegar hér var komið þá fussaði Aldís og sveiaði yfir því að ég sagði "kona")...nei ég meina stelpa og allt lífið framundan.

Í öllum áföngum lífsins og draumum sem eiga eftir að rætast þá er ég kannski leikstjórnandi í eigin lífi en Aldís verður alltaf mín manneskja á kantinum.... og ég hennar.

Védís Hervör Árnadóttir
Veddarinn at 16:29 |

18.4.05
-sú var tíðin-

Ég man þegar ég var tíu ára, þá fékk ég reglulega leyfi til að fara á klósettið í miðjum tíma til þess eins að standa á klósettsetunni og horfa út um gluggann. Þetta gerði ég alltaf á vorin þegar skólanum var nærri að ljúka. Kennarinn hélt vitaskuld að stúlkukindin væri bara rétt svo að skvetta af sér.
Ég sá Esjuna og nærri því Hvalfjörðinn. Eða sú var hugmyndin, að ég sæi til Hvalfjarðar. Hvalfjörður þýddi bara eitt. Sumar, gras og skínandi sól. Því það var jú Hvalfjörðinn sem þurfti að keyra á leið upp í sumarbústað með ömmu og afa. Þá voru þau aðeins sprækari en þau eru í dag.
Þá var allt svo auðvelt og einfalt. Helstu vandræðin snerust þá um að útivistartíminn var bara til níu og þá gafst minni tími til að huga að Bínu býflugu.

Ég og Gunni vinur minn fundum hana á stéttinni fyrir utan húsið hans. Hún lá bara, lömuð og veikluleg. Hafði líkast til verið slegin niður af einhverjum rudda. Kannski Gústa. Hann var algjör óþekktarormur og stríddi öllum krökkunum í hverfinu.
Hvernig sem þetta hræðilega slys hafði gerst, þá urðum við að skófla hennni upp og ofan í krukku. Lokið höfðum við stungið lítil loftgöt á svo hún myndi ekki kafna og svo komum við krukkunum fyrir á einni grein milli trjáa og rjóðurs í garðinum hans Gunna. Við bjuggum vel um hana Bínu okkar í krukkunni. Þar var smá gras rifið af túninu og nokkrir blómahausar og meira að segja flís úr trjágrein að mig minnir. Í rjóðrinu voru svo tveir stólar vel merktir okkur Gunna og skiptumst við á að gæta býflugunnar ef einhver skyldi nú ætla að ræna henni eða gera henni grikk.

Þegar ég stóð uppi á klósettsetunni og horfði út um gluggann yfir á Esjuna, þá varð mér hugsað til Bínu. Mamma var ekki hrifin af gæludýrum og þeim óþrifnaði sem þeim fylgdi og því var ég svo hamingjusöm að vita til þess að ég væri samt gæludýraeigandi. Mamma hefur eflaust hlegið innra með sér þegar ég færði henni tíðindin því býfluga telst varla til gæludýra. En hún Bína okkar var einstök. Með hverjum deginum varð hún hraustari og væntumþykja okkar óx á henni við að fylgjast með lífsbaráttunni. Þar að auki leið okkur eins og sönnum hetjum fyrir að hafa bjargað greyinu. Hvað ef enginn hefði séð hana eða ef einhver hefði bara stigið á hana? Nei, við máttum ekki til þess hugsa. Framfarir Bínu skiptu öllu máli.

Þetta nýja gæludýr okkar Gunna var umdeilt. Mamma Gunna sagði að Bína væri einungis að safna kröftum til að geta stungið okkur einn daginn. En sú della! Bína myndi aldrie snúast gegn okkur. Við sem höfðum bjargað lífi hennar á örlagastundu. Mamma Gunna hlaut hreinlega að vera afbrýðisöm. Ég sagði það samt ekki við Gunna því ég vissi að þau voru nýbúin að missa kisuna sína. Hún hafði verið eitthvað veik. Pissandi á teppið og sofandi öllum stundum. Mamma sagði að hún hefði bara verið svo gömul eins og langamma áður en hún dó.

Bína var ekki gömul. Bína var tíu ára, svona eins og ég og Gunni. Við sáum það á röndunum hennar. Fimm gular og fimm svartar. Tíu rendur. Svona alveg eins og trén hafa rendur inni í sér. Það var allavega kenningin. Þegar ég hugsa til baka þá sé ég hvað allt var einfalt. Eins og með aldurinn á Bínu, þá voru til svör við öllu. Maður setti bara hlutina í samhengi við eitthvað annað og svarið var komið. Maður hljóp um hverfið í nýslegnu grasi með íslenskan sumarilm í nösunum þar til kallað var inn í kvöldmat. Dagarnir voru bestir þegar ég kláraði heimavinnuna í skólatímanum og gat þá leikið mér úti með Gunna lengur.

Ekki leið á löngu þar til við fórum að reyna smá viðskipti við krakkana í hverfinu. Við hengdum upp lítið skilti við innkeyrsluna hjá Gunna: "BÍNA BÝFLUGA! BESTA BÝFLUGA Á ÍSLANDI. KOMIÐ OG SJÁIÐ! KOSTAR 50 KALL INN OG 50 KALL FYRIR AÐ KLAPPA HENNI."
Litlu vitlausu krakkarnir komu flestir bara til að spyrja heimskulegra spurninga eins og :"hvernig veistu að hún er best á Íslandi?" eða "er hún svona lítil?" og allir fóru þeir grenjandi til baka eftir að Gunni kleip þá fast og rak þá burt. Bísnessin hefði getað gengið betur. Við gáfum sumum krökkum lán og leyfðum þeim að sjá hana ef þeir kæmu svo síðar með pening. Þeir hinir sömu létu svo ekki sjá sig meir, gengu meðfram veggjum í skólanum og forðuðust okkur. Einn daginn fékk Gunni nóg og reif í eina stelpuna sem var "sko búin að koma þrisvar í röð" og aldrei með aur. Hún brást illa við og sagði að Bína væri hvort eða er ljót og asnaleg býfluga. Ég sá andlitið á Gunna bólgna upp af reiði og fyrr en varði veltust þau um í grasinu á skólaflötinni og krakkarnir hópuðust í kring. Ég mátti auðvitað ekki minni manneskja vera og henti mér í slaginn, þó ég hafi verið allverulega efins því stúlkan átti flottasta barbie húsið í hverfinu. Þar með var ég búin að eyðileggja möguleikann á "viltu vera memm?" frasanum góða.

Allt endaði þetta inni á skrifstofu skólastjóra þar sem tvær hágrátandi blóðrispaðar stúlkur og einn tættur,æfareiður drengur, sátu með niðurlútt höfuð. Þegar komið var að mér og Gunna að gera grein fyrir ásetningi okkar þá hóf Gunni raust sína eins og séntilmaðurinn sem hann er í dag: "Sigrún fékk að koma þrisvar að sjá hana Bínu og hún sagðist ætla að borga seinna...." við upphaf næstu setningar hófst táraflóðið með tilheyrandi ekka: "en svo... ha, þá bara... segir hún ha... að ... að ... að... Bína sé ljóhóhuuu.... eehhh..ehh..". Mig minnir að skólastjórinn hafi sýnt álíka mikinn skilning á þessu og Sigrún sjálf svo að við vorum látin biðjast afsökunar og fengum mínus í kladdann.

Í kjölfarið reyndum við að sannfæra foreldra okkar um að það væri víst tilheyrandi að senda innheimtubréf á Sigrúnu og foreldra hennar því hún skuldaði okkur 300 krónur, en allt kom fyrir ekki. Við skrifuðum því innheimtubréf sjálf í tölvunni hans pabba heima. Það var m.a.s. í rauðum lit svo það yrði marktækara. "Virðulegu mamma og pabbi Sigrúnar. Hún Sigrún skuldar okkur 300 krónur. Vinsamlegast sendið okkkur peninginn strax í dag í Álftamýri 75. Annars tölum við við lögregluna. Gunni og Védís"

Við gengum saman yfir til Sigrúnar og ætluðum rétt svo að henda þessu bréfi inn um póstlúguna og í þann mund er við gengum burt frá húsinu hennar vorum við gripin glóðvolg af pabba Sigrúnar sem stóð hlæjandi í dyragættinni. "Fyrirgefiði krakkar mínir, viljið þið aðeins tala við mig." Við frusum bæði úti á götu og horfðum skelfingaraugum á hvort annað. Gunni í útjöskuðum strigaskóm með tunguna lafandi út og reimarnar allar á þvers og kurs með rennandi hor úr vinstri nös og ég með tætt hárið innan undir hafnaboltahúfu sem á stóð "SMILE" með neonbleikum stöfum. Gallabuxnavasar mínir úttroðnir af fíflum og mold. Við vorum ekki huggulegasta parið í hverfinu en á þessu augnabliki reistum við okkur allverulega við og gengum virðulega að húsinu og Gunni tók rösklega af sér derhúfuna eins og séntilmaðurinn sem hann er jú í dag: "Afsakið herra pabbi Sigrúnar. Við eigum sko rétt á þessu." Pabbi Sigrúnar stóð með bréfið í höndunum greinilega búinn að renna yfir það nokkrum sinnum enda hápunktur dagsins hjá honum. Eftir miklar útskýringar okkar á þessari skuld og hvernig hún var til komin, þá tók pabbi Sigrúnar upp einn fjólubláan seðil, rétti Gunna seðilinn og bað okkur að fara í sjoppuna á horninu fyrir sig og kaupa malt og hubba bubba tyggjó fyrir sig. Afganginn máttum við svo eiga. Áður en Gunni ætlaði að mótmæla þessum viðbrögðum heimilisföðursins og halda langa ræðu um það að við værum ekki neinar senditíkur,þá náði ég að sparka í hann og hann áttaði sig á þessu gullna tækifæri til að innheimta 300 kallinn með vöxtum. Við urðum milljónamæringar á einum degi. Aldrei í Íslanssögunni hafði jafnmikið sælgæti verið innbyrt. Við sátum með feitan bland í poka uppi á stillönsunum sem umkringdu húsið hans Gunna þangað til sólin fór að setjast og í heilan dag gleymdum við öllu um Bínu býflugu. Við gátum horft yfir austurbæinn, áttum kók í gleri og fullt fullt fullt af nammi. Við vorum rík.

Við töluðum um framtíðina og að við myndum giftast og eignast fullt af alls kyns dýrum sem væri ekki einu sinni búið að uppgötva ennþá. Við myndum búa í stórri hvítri höll í Hollywood eins og Macalay Culkin í Home Alone og keyra um á hvítri límósínu. Ég vildi reyndar svarta límósínu en þá fékk ég að hafa svartan stóran flygil í húsinu okar í staðinn. Það þótti mér ásættanlegt.

Áhugi okkar á Bínu býflugu dvínaði eftir því sem sumarið leið og aðrir álíka kjánalegir hlutir tóku við eins og að hjóla upp og niður Háaleitið á methraða eða að hrekkja skrítnu konuna í hverfinu sem var með illgresi í gluggasyllunum sínum. Það var ekki okkur að kenna að hún svaraði alltaf dyrasímanum sínum! Hún bara lá svo vel við höggi.

Sumarið leið hratt og fyrr en varði var ég í aftusætinu á Cadillacnum hans afa á leið upp í sumarbústað. Hvalfjörðurinn hafði beðið mín lengi og þegar við vorum að nálgast þennan djúpa fjörð þóttist ég sjá Álftamýrarskóla standa upp úr Reykjavíkinni. Þar hafði ég eitt sinn staðið á klósettsetunni og látið mig dreyma um sumarbústaðarferð. Ég var hamingjusöm og hugsaði með mér að Sigrún yrði örugglega búin að gleyma þessari uppákomu með 300 kallinn og ég ætti greiða leið að Barbie húsinu hennar þegar tæki að hausta.

Það reyndist vera rétt.

V
Veddarinn at 12:43 |

10.4.05
-Róm í lamasessi en lífið heldur áfram-

Það hefur margt á mína daga drifið að venju. Ferð mín til Belgíu var frábær og vorum við Bergmanninn dugleg að ferðast um og upplifa nýja hluti. Myndirnar segja nú meira en mörg orð og því læt ég þar við sitja en nefni þó að ferð okkar til Indriða og Jóhönnu var yndisleg og þökkum við kærlega fyrir okkur. Þau skötuhjú búin að koma sér vel fyrir í Hasselt sem er rétt fyrir utan Genk bæinn þar sem þessi ljúflingsdrengur spilar fussball. Okkur var boðið á stórleikinn Anderlecht-Genk á þessum líka risastóra leikvelli og var það sérlega skemmtileg upplifun þar sem ég hef ekki verið dugleg að sækja leikina hér í stórborginni, Lundúnum.

Svo kom ég til baka fyrir helgi og við tók heljarinnar verkefnavinna í skólanum þar sem við erum að klára síðustu mixin okkar fyrir þennan kúrs. Ég tók mér þó litla pásu fyrir heimsókn foreldra minna sem dvöldu hjá okkur í tvær nætur. Hef ekki séð settið í þrjá mánuði tæpa og því afskaplega gott að rifja upp krúttheitin í þeim.

The Rainmaker platan er nú tilbúin, fullkláruð og masteruð og er það mjög spennandi þar sem ég á tvö lög á henni með Fayney og syng þau einnig. Útgáfa á henni er á næsta leiti og tvennir stórir tónleikar verða haldnir hér í stórborginni. Ég mun láta vita hvenær þetta fer allt fram svo fólk geti fjölmennt í helgarferð! Enn fremur er lagið góða "Marathon" að fara að kíkja í plötuverslanir og þegar komið á einhverja klúbba í borginni. Svo bíður maður bara eftir að sjá auglýsinguna á BBC og stefgjöldin fara að rúlla inn máske!!!

Nú er bara að bretta upp ermar og taka á honum stóra sínum. Ótalmargt framundan og þýðir ekkert hangs.

Bið ykkur vel að lifa.. þangað til næst (",)

V
Veddarinn at 13:46 |

31.3.05
-Umadi Odabo - Osa - Osi!!!-

Mögnuð helgi að baki hér og vil ég þakka elsku stelpunum mínum, Rakel Sif og Andreu Idu fyrir komuna til Lundúna. Ekki verður farið út í smáatriði hér en þetta var löngu tímabært og kærkomið. Ég mun fá myndir hjá stelpunum fyrr eða síðar og þá fá allir að upplifa einhverjar eiturpródúseringar á myndformi!

Svo var ég ekki lengi að hoppa upp í Eurostar eftir að hafa kvatt stelpurnar og er hér komin til Belgíu þar sem Bergmanninn er í páskafríi og við ætlum að ferðast aðeins um nýjar slóðir. Kíkja jafnvel til Jóhönnu og Indriða í Genk og annað slíkt. Ferðin byrjar þó rólega þar sem ljúfurinn eldaði morgunmat og þjónustaði cappucino á silfurfati á meðan ég tjái mig hér á blogginu. Ég gæti alveg vanist svona þjónustu. Ég er nefnilega prinsessa.

Einnig er ég komin með nýja myndasíðu þar sem hin var farin að gefa sig. Þetta er þó ennþá í vinnslu hjá mér. Enn að henda inn myndum af góðu fólki sem mér er kært.

Lifið heil!

V
Veddarinn at 12:04 |

21.3.05
-The Jaxl Monologues-

Ég var að lesa yfir síðustu glenssögur á bloggi góðrar vinkonu minnar sem er jafnframt móðir Peter André og kallar hún sig Toothsmith enda afbragðs tannsmiður kellan sú. Í kjölfarið varð mér hugsað til eins atviks sem verður mér minnisstætt um ókomna tíð. Þessi kona elskar að hrekkja sína nánustu og hún nær manni nánast í hvert skipti því hún hefur óútskýranlega stjórn á andlitsvöðvum sínum og stekkur ekki bros á vör þegar hrekkurinn er að ígerast.

Nú, þá förum við aftur til þess tíma er ég var einhleypur lítill angi haustið 2001 og hafði verið með þessa þvílíku bólgu og sýkingu vegna vaxandi endajaxla og var ekki lengi að henda mér í stólinn hjá tannlækni mínum sem er einnig bróðir Tannsmiðsins eina og sanna.
Þar voru rifnir úr mér jaxlarnir og ég send heim með sára góma og svangan mallaling sem horfði fram á að geta ekki borðað það sem hann vildi. Blessuð sé hún, mín ástkæra matarlyst.
Það var ýmislegt sem ég horfði fram á að geta ekki gert og tók það mig sárt. Nýbúin að gefa út plötu stelpan og gat ekki mætt í hin ýmsu viðtöl til að fylgja þessu öllu eftir og eina nána sambandið sem ég átti á þessum tíma var við Íbúprófein sem ég poppaði í gríð og erg. Himneskt á meðan það varði en eftirköstin hrikaleg. Íbúprófein var ekki alveg að gera það fyrir mig og ég var farin að horfa fram á að nú væri máske tími til að gera eitthvað í þessum karlamálum og segja skilið við Íbúmanninn. Fara jafnvel á stefnumót við alvöru manneskju af hinu kyninu.

Ég fæ svo heimboð til Peter André hvar við vinkonurnar sitjum og spjöllum, Tannsmiðnum til mikillar ánægju. Svo fara þær stöllur eitthvað fram að bardúsa og ég hugsaði nú lítið út í það enda þekkt fyrir að láta mig dagdreyma undir hinum ýmsu kringumstæðum. Ég sat því ein með hugsanir mínar og lét mig dreyma um super supreme Pizza Hut pizzu.
Mæðgurnar komu svo til baka og Tannsmiðurinn byrjar:"heyrðu,Védís! þú ert ekkert að hitta neinn strák er það?" Védís: "Nei, en svosum opin fyrir öllum tillögum, ertu með einhvern í huga?" Tannsmiðurinn:"Nei,hamingjan hjálpi þér. Þú veist þú getur ekki verið að hitta neinn strák núna!" Védís: "Ha? Af hverju segirðu það?" Tannsmiðurinn: "Þessi endajaxlataka hefur það í för með sér að sýkingin er ekki nærri því farin og á meðan þú ert á þessum bólgueyðandi og sýkladrepandi að þá máttu alls ekki kyssa neinn eða skiptast á hinum ýmsu vessum við nokkurn mann!" Védís:"þannig að ef ég hitti mann drauma minna og við förum á stefnumót og hann gerir sig líklegan til að kyssa mig á einhverjum tímapunkti, þá þarf ég að biðja hann um að bíða vinsamlegast þangað til bólgan hjaðnar?" (á þessum tímapunkti var bólgan orðin að engu og ég var loksins orðin aðeins frískari) Tannsmiðurinn:"Ekkert bara þangað til bólgan hjaðnar... þú mátt ekkert aðhafast fyrr en eftir tvo mánuði eða svo" Védís:"Carola! Þú ert að bulla í mér núna, ég hlusta ekki á þetta!" Tannsmiðurinn:"Jú, ég get svo svarið þetta, ég hélt að Steini (tannlæknirinn bróðir hennar) hefði sagt þér þetta..Andrea! (lítur á dóttur sína) segðu henni að þetta sé satt! Hún er bara stórsmitug!" Peter André: "Já, þetta er rétt Védís, því miður"

Eftir langar samræður og vangaveltur um möguleika þess að þetta væri sannleikurinn, þá fór ég út úr húsi sannfærð um að ég væri gangandi smitberi á einhvers konar eftirköstum á endajaxlatöku. Án þess að spyrja kóng né prest frekar út í trúverðugleika þessa alls, þá sniðgekk ég allt sem kallast átti stefnumót við hitt kynið, leit bara niður á steypuna þegar ég rölti niður Laugaveginn og hugsaði "happy thoughts".

Ekki það að maður sé svo veikburða að 2 mánuðir án kossaflens sé dauðadómur en þarna var ég virkilega meðvituð um það hvernig ég heilsaði vinum og vandamönnum og snaraði mér frá kossum á kinn og annað slíkt. Ennfremur hætti ég alfarið að knúsa og kjassa litlu bræður mína og þá er nú mikið sagt.

Eftir að hafa bitið á jaxlinn í orðsins fyllstu merkingu í rúmlega einn mánuð, þá sagði Andrea loksins við mig:"Védís, ég get ekki horft upp á þetta lengur... við vorum bara að grínast í þér!"

V
Veddarinn at 14:13 |

16.3.05
-vorið er komið!!!-

15 gráður á Celsíus og sólin glottir hér yfir Lundúnaborg og bara "já, þetta hélduð þið að ég gæti ekki.." En hún er komin!

Ja hérna, þetta fer bara batnandi (",)

Svo er líka miðvikudagur og þeir eru alltaf góðir. Því ætla ég að taka mér örlítið hlé frá tækjamergðinni í V studios og rölta út á High Street Ken og hitta Jamie vin minn.

Halli og félagar hans í Vínyl eru í þessum töluðu orðum að keyra frá Minneapolis til Texas þar sem þeir munu spila á tónlistarhátíð einni í Austen. Þeir lögðu af stað á mánudag frá Leifsstöð til Minneapolis. Þeir ættu að vera komnir til Texas seinnipartinn í dag. Ég bjóst nú ekki við að heyra í kauða í einhvern tíma en ljúfurinn bjallaði á prinsessuna í gær einhvers staðar á háveginum við bensínstöð úr að ég held ansi jöskuðum tíkallasíma svo að ég kvarta ekki.

Hins vegar er ég hætt að öfunda þá fyrir að vera á road trip um Bandaríkin, svona eins og maður gerði í gamla daga með mömmu,pabba og stóru sis! ó nei, ég vaknaði við þessa góðu sól og hlýju og vil hvergi annars staðar vera.... í bili (",)

Það er greinilegt að Lundúnaborg er að búa sig undir komu Rokkarans og Peter André. Nice one, London.

V
Veddarinn at 11:16 |

14.3.05
-Easter´s in the air-

Eftir Amazon rigninguna sem dundi á með einstaka snjótörnum þess á milli er Lundúnaborg öll að koma til. Hitinn er 6 gráður á celsíus manni og það birtir til. Brátt verða tignarlegu garðar Bretlands fullir af sveittum fótboltabullum að æfa sig með tuðruna og allra þjóða kvikindum að sóla sig með i-podinn fullan af heitustu sumarsmellunum og tja, jafnvel eitt vel upplýst Glamour blað. Já, ég sé þetta gerast og get ekki beðið. Ég finn vorið í loftinu. Við systur keyptum m.a.s. eitt stykki orkídeu til að lífga upp á stofuna hjá okkur. Þetta er ekki nálægt því að eiga barn eða gæludýr en umönnunin er álíka mikil. Hún þarf sitt ljós, fóður og vökva. Allt er þetta eins í lífinu. Það þarf að huga að svona fallegum hlutum svo þeir dafni og vaxi, ekki rétt? Hmmm...

Þessi mánudagur byrjar ferlega hægt hjá mér. Bjó um rúmið,gekk frá og hengdi upp þvott. Hlustaði aftur á lagið sem ég gerði í gær í V studios (úff, elska að segja þetta, V studios V studios V studios) og þrátt fyrir að vera verulega svekkt yfir lélegri frammistöðu minni áður en ég skreið upp í rúm, þá heyrðu eyru mín bara snilld í morgun. Held að galsinn hafi tekið mig fram og til baka í lagasmíðinni. Það er svo yndislegt að gera tónlist. Ég er verulega lánsöm að geta unnið í því sem hugur og hjarta vill. Vona að sem flestir geti sagt það sama um sitt lífsviðurværi.

Jæja, nóg af "the corny stuff", ég þarf alveg að fara að endurskoða jaðarinn í blóði mér og endurheimta töffheitin.

Rokkarinn og Peter André munu dvelja hjá mér yfir páskahelgina og fæ ég að öllum líkindum páskaegg fyrir gistiaðstöðuna. Ég vildi svo endilega taka bara páskalambið á þetta og fá smá íslenska páska heim í kotið þar sem ég fer ekki heim á Klakann í bráð... en mér heyrist á stelpunum að þær vilji bara versla, fara út á lífið ... og versla??!!! Því hef ég ákveðið að kalla þær "The Chumps Who Stole Easter" eða bara "Easter Bunny Thieves -In The Night!". Ég mun greina betur frá framhaldinu og hvernig Veddarinn nær að yfirtaka þessa þjófa og hlekkja þá niður í stólana þar sem þær skulu sko ÉTA LAMBIÐ! Svo ætla ég að fela páskaeggin þeirra hér í kotinu. Það er nefnilega hefðin. Fela páskaeggin, allir leita hátt og lágt og þar fram eftir götum. Fyrst ég get ekki verið úti á Virginia Beach með föðurfjölskyldunni þar sem Aldís verður alsæl, þá skal ég sko fá mína páska, hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Ah! Ég gleymdi að taka pillurnar mínar í morgun....

V
Veddarinn at 12:09 |

3.3.05
-sannleikur-


And in the end, it´s not the years in your life that count. It´s the life in your years....


Byrjum að lifa því þá!

V
Veddarinn at 13:24 |

27.2.05
-annir,blótið og Belgía-

Eftir annasama viku hjá stelpunni kom Halli minn til mín á föstudaginn með Eurostar sem er snilldarferðamáti -Lest sem fer göngin og svo er maður bara komin til Belgíu á 2 og hálfum tíma og laus við allt þetta flugvallarstúss. Við sumsé gerðum okkur glaðan dag allir íslensku vinirnir ásamt útlenskum fylgifiskum og skelltum okkur a Þorrablót Íslendinga í gær. Þetta var yndisleg kvöldstund og var ég heppin að fá Ljúfinn frá Belgíu til að njóta þess með mér. Svo gengum við svo langt að leigja bara hótelherbergi eins og tíðkast nú meðal Íslendinga á þessum blótum og þar með rýmdum við aðeins til í litlu íbúðinni svo systir mín fengi að anda léttar. Því var bara "tékkað" sig inn snemma í gær og notið þess sem hótelið hafði upp á að bjóða. Sem sagt, dásamleg helgi að baki.

Ekki linnir þó gleðinni þar sem ferð minni er heitið til Belgíu að nýju á fimmtudaginn og ætla ég að vera í nokkra daga þar hjá mínum dásamlega manni. Það voru því ekki felld tár á lestarstöðinni þegar ég kvaddi hann áðan þó að það sé vissulega ávallt erfitt að horfa á eftir hnakkanum á honum (",)

Gaman saman, allt gott að frétta héðan úr stórborginni og lífið er ákaflega fallegt og gott. Fórum í bíó áðan á mynd sem heitir Hotel Rwanda. Römbuðum inn á þetta fyrir slysni og útkoman var svona líka flott. Mæli með þessari mynd. Tók vel á heilasellunum þó þreyttar væru.

Lifið heil, ekkert beil. Úúúúú....

V
Veddarinn at 20:00 |

18.2.05
-Popplag í G Dúr-

Merkilegt hvað lífið getur breyst á skömmum tíma.

Ég hélt ég væri ósigrandi þegar ég var 16 ára. Nú sætti ég mig við að eiga kannski inni nokkra sigra en þurfa einnig að horfa fram á ósigra. Ég hélt að toppnum væri náð þegar ég varð 19 ára en fljótlega varð það lágpunktur. Nú veit ég að ekkert er falt í þessu lífi og maður þarf að fara vel með það. Ég hef einnig þurft að sætta mig við að ég get ekki klónað pabba minn og krafist þess að eiga þannig mann að sem eiginmann. Ég hef sætt mig við að hugsanlega verði ég ekki súpermamman, Bryndís Guðmunds. Í kjölfarið hef ég sætt mig við að vera ég.

Kjáninn ég.

Innblástursinnskot fyrir árið 2005 og þar eftir: Elska eins og morgundagurinn komi aldrei, gleyma og fyrirgefa eins og gullfiskur og ef mér finnst eitthvað fallegt þá sný ég því upp í popplag í G dúr.

p.s. útsala á ást í Lundúnum!

V
Veddarinn at 01:26 |

16.2.05
-Rokkarinn á afmæli!-



Þessi dásamlega kona á afmæli í dag og óskum við á Veddaranum henni innilega til hamingju! Rakel hefur alltaf reynst mér trúr og traustur vinur og hefur óbilandi þolinmæði til að hlusta og gefa ráð. Núúe, ekki það að ég þurfi þau... *hóst*

Hún er mögnuð þetta kvendi og ég vinn hart að því að fá Peter André og hana í páskamat til mín í Lundúnaborg!

Rokkarinn lengi lifi! HÚRRA HÚRRA HÚRRAAAA!

V
Veddarinn at 16:45 |

12.2.05
-Valentino-

"Love is in the air" song einhver einhvern tima og ef thad a ekki vid um nuna tha veit eg ekki hvad... Krullinn er ad koma i kveld og thar sem Valentinusardagur er a manudaginn tha eru Lundunabuar i thvilikum fagnadarham i kveld og aetla langflestir ad halda upp a dag astarinnar i kveld. Thvi hofum vid systur buid til huggulegheit handa thessari edalkonu i kveld og mun eg fara a Liverpool Street Station ad saekja fljodid fagra. Hun stoppar tho ekki lengi thvi Fran, (odru nafni Franito eda Frandis) hennar heittelskadi bidur a Spani med hjartad i buxunum og hofudid i skyjunum. Hun aetlar ad dvelja hja honum i einhverja daga og er theim skotuhjuum her med gefin heidursverdlaun (sem fela i ser virdingu) fyrir einstaka bidlund og thrautseigju. Thad er ekki audvelt ad vera fjarri spusa sinum i svona langan tima og tala eg tha af reynslu (",)

Annars er allt gott ad fretta af Veddaranum. Kat ad venju, mikid ad gera og er eg i midjum klidum ad semja stef med einum af kennara minum fyrir BBC sjonvarpsstodina og verdur thad notad til ad auglysa "The Football Season" eda eitthvad slikt. Ekki fjarri thvi ad stefgjoldin verdi myndarleg...vonandi/fingers crossed! Lagid kallast Marathon og hefur thetta verid mjog skemmtileg reynsla. Minn aedsti draumur med thetta daemi er ad sja klippta auglysingu med bestu markaskotunum thar sem Beckham brukar tudruna og lagid mitt er spilad undir! Uss... Einnig er Rainmaker platan ad lita dagsins ljos i vor thar sem eg syng og a 2 log med Fayney godvini minum og snillingi. Thad verdur mikid stuss i kringum thad og liklegast tvennir storir tonleikar her i Lundunum. Einnig var ad koma i ljos ad ferd minni er heitid til Japan i juli med Bang Gang thar sem vid munum spila a storri tonleikahatid og taka nokkur gigg i Tokyo thar adur. Ofan a thetta allt klara eg skolann i juni og a ad vera ad taka upp mitt eigid efni. Uff...

Jaeja, lifid heil og GLEDILEGAN VALENTINUSARMANN thann 14.
Shout out til Rocky, Peter Andre og Hildisvinsins!
Gerid nu eitthvad saett fyrir elskurnar ykkar.. nu eda bara fyrir vini og vandamenn ef elskurnar eru ekki a bodstolnum (",)

V
Veddarinn at 18:07 |

9.2.05
-Belgia-

Eftir frabaera heimsokn edalmanns til Lunduna thottu tveir dagar ekki nog og madurinn baud mer bara til Belgiu hvar hann er ad hefja erasmus onn sina a fjorda ari laganams vid HI. Minni var bara skellt i EUROSTAR lestina og tveimur timum sidar var prinsessan komin til Brussels og eg sit her nuna i thessum edalbae,Leuven og vard ad monta mig af thessari lifsreynslu sem hefur verid framurskarandi. Einnig vil eg oska Vinyl monnum til hamingju med frabaera utgafutonleika (a medan eg grenjadi i koddann i storborginni) og Krullanum minum fyrir reddingar og fallegt truts a videokameruna hans Halla. Thetta var mer synt og eg vard bara klokk! Krulli! Klikkar aldregi!

Mikil ast yfir til ykkar her fra Leuven! thar sem allt er full of leuven :)

V
Veddarinn at 18:03 |

24.1.05
-Island saella minninga,storborgin og Prufung-

Skolinn byrjadi med pompi og prakt thar sem eg tok "jolaprofid" mitt nuna i dag og timinn a fostudaginn var mjog itarlegur og thungur. Eg held eg hafi nokkurn veginn massad thetta i dag. Veit ad eg nadi en er ekki alveg med einkunnina a kristaltaeru. Kennarinn var allavega brosandi ut ad eyrum... hvort sem thad var af thvi ad honum fannst takturinn undir laginu (sem eg setti saman svo snilldarlega) svona hlaegilegur eda af thvi ad mer gekk bara svona vel. Held eg hallist ad fyrri tillogunni.

Island var ljuft ad venju og eitt af thvi eftirminnilega er thegar eg for med Hr. Bergmann a arshatid kennara Tonlistarskola Arbaejar. Thetta var nu ekki stort i snidum enda skolinn ekki stor en eg lenti i thvilikum sogum fra edalmonnum sem til ad mynda hofdu thekkt Helenu Eyjolfs sem er uppahalds islenska songkonan min og thekkja vist enn enda kellan ekki farin yfir moduna miklu. Eg setti myndir inn til heidurs thessa kvelds sem var afskaplega huggulegt i alla stadi. Myndir!

Annars er storborgin som vid sig. Her ma finna solarglaetu a daginn og svalan andvara a kveldin. Thessi blessada borg hefur nad ad festa raetur i hjarta mer, skil ekki hvernig thetta gerdist en eg er hamingjusom her i rigningarborginni.

Nu sit eg a sveittu netkaffihusi og lyktarskyn mitt kannast vid othefinn sem thad hefur upp a ad bjoda og thad hudskammar mig fyrir ad taka sig hingad. Thvi aetla eg ad skunda heim hvar systir min var ad koma fra Paris og aetli vid gaedum okkur ekki a graenmetissupunni sem eg gerdi af mikilli list i gaer.

Nog i bili, lifid heil!

V
Veddarinn at 17:50 |

18.1.05
-saumastofan-

Jæja kæru landar. Nú þarf fólk að tygja sig og leggja í leiðangur til Borgarleikhúss hvar eðalsýning fer fram á litla sviðinu og kallast Saumastofan-þrjátíu árum síðar. Ég fór með fríðu föruneyti til að sjá hana Ísgerði mína og fleiri sem ég þekki af Lundúnasenunni í þessu bráðskemmtilega leikriti og verð nú bara að segja að ég er alveg lens eftir þetta. Svo var eftirpartýið ekki síðra. Ég vil óska leikhópnum og Agga leikstjóra innilega til hamingju ásamt öllum þeim sem komu að þessu. Ef fólk ætlar í leikhús á annað borð, þá þykir mér æskilegast að fara á Saumastofuna enda ekkert annað verk í gangi í dag sem hressir og kætir eins og þetta. Congratulations and celebrations!

Ég fer heim í stórborgina nú á miðvikudaginn þar sem skólinn byrjar 21. janúar og verð að segja að þetta hefur verið dýrindis stopp á móðurlandi mínu. Svo horfi ég fram á frábært ár 2005. Ætla að gera snilld í tónlist, rækta líkama og sál og útskrifast úr Music Production um miðjan júní. Svo er ég að leggja lokahönd á plan fyrir haustið. Þetta verður ævintýr.

Karen Carpenter er búin að gera sig kærkomna í höfði mér og ég hugsa að hún fari bara aldrei blessunin... og þá syngur maður "why do biiirds suddenly appear everytime you are near...?" og brosir út í eitt.

Lífið er fallegt og það er nú bara viðvarandi hugarfar hér á mínum kanti. Veit ekki með ykkur en ég ætla mér að njóta þess, gera eitthvað magnað við þetta líftetur.

V
Veddarinn at 01:20 |

6.1.05
-ó hvílíkt frelsi-

Nú styttist óðum í heimför, þ.e. til Lundúna og maður ætlar víst aldrei að losa um þessar rætur sem maður hefur á Íslandi. Sem betur fer. Enda er hér besta fólkið, besta loftið og vatnið. Nú þegar ég hef slakað á og reynt að borða eitthvað annað en hangikjöt og sykraðar kartöflur er ég full orku fyrir nýja árið og ætla mér að nýta það í eitthvað magnað. Tónlistin er númer 1, 2 og 3 þetta árið sem og önnur ár. Ég sé fram á mikla vinnu en ennþá meiri gleði.

Skellti inn myndum sem Krullinn tók 18.des þegar kátína var á Rex og Ralph kom loks á Klakann og fékk að kynnast næturlífinu og restinni af fjölskyldunni og Bergmanninn var dreginn út á lífið og inn á Rex hvar hann missti allan jaðarskap úr blóðinu en hefur jú endurheimt jaðarinn síðan þá. Myndir!

Á morgun munu verða ágætis endurfundir hjá þremur skvísum sem enduðu menntaskólaárin sín saman í 6-L og hlakka ég mikið til að sjá þær stöllur, Evu og Berglindi enda hefur sambandið allverulega slitnað. Ég hef þó löglega afsökun því ég er útlendingur.

Svo hlakka ég mikið til laugardagsins en þá mun ég nýta mér eina af jólagjöfunum mínum og skella mér á Nordica Spa í 50 mínútna heilnudd, smábað og allt sem tilheyrir. Svo ætlar sá góði maður er gaf mér þessa gjöf að skella sér með mér í slíkt hið sama. Svo er búið að plana keiluferð, út að borða og allt slíkt er hressir og kætir.

Á nýársdag sat fjölskyldan við hringborðsumræður og fór yfir árið sem var liðið og áætlanir hvers og eins fyrir árið. Þá voru ýmsir gullmolar dregnir upp úr "Viska fyrir okkar öld" bókinni og hver og einn fékk sína setningu fyrir árið. Þarna flugu háfleyg orð og fengu mann virkilega til að nota heilasellurnar í takt við hjartað.

Ég fékk þessi góðu orð fyrir árið 2005:

Meistari tekur alltaf eina lotu enn.

og

Sá einn tapar í raun sem hættir að reyna!

..og nú er ég full af eldmóð og bjartsýni og ég mun alltaf taka eina lotu enn!

V


Veddarinn at 17:28 |

29.12.04
Þakkir!

Þið eruð yndisleg öll sem komuð á tónleikana mína og ég er alveg lens yfir fullum salnum og góða straumnum sem ég fann! Og mikið var þetta gaman! ÉG skemmti mér alveg konunglega (",)

Bestu þakkir þið sem sáuð ykkur fært að mæta og ekki var verra að sjá sömu andlitin á Vegamótum á frumsýningu myndbandsins. Allt heppnaðist og ég er miklu meira en sátt. Ég er í skýjunum!

Ágætis ár að líða og ennþá betra ár framundan á mínum kanti. Þakka allt gamalt og gott og vonast til að sjá sem flesta á nýju ári.

Védís Hervör
Veddarinn at 23:22 |

27.12.04
Veddarinn í Salnum

Að gefnu tilefni vil ég benda fólki á að það fer óðum að verða uppselt á tónleikana á morgun og það er m.a.s. hægt að kaupa miða á www.salurinn.is undir "kaupa miða"..

..Sitjið slök, æpið "Veddarinn" og njótið! (",)

V
Veddarinn at 23:04 |

22.12.04
Hlý jólakveðja!

Elsku fólkið mitt nær og fjær í borg eða sveit, hvaða heimsálfu sem þið finnið ykkur í þessi jólin....
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og þakka allt gamalt og gott. Fyrirgef allt sem miður hefur farið og er löngu gleymt. Ef ekki til að njóta, til hvers er lífið þá?


Guð gefi ykkur öllum gæfuríkt komandi ár!

Veddarinn
Veddarinn at 13:46 |

11.12.04
-ljúfa líf?-

....."hún er á lífi, krakkar!"

Æji, ég hélt bara að ég væri dáin um daginn þegar ég vaknaði allt í einu og sat þá í flugvél og vissi í alvöru ekki hvort ég væri að koma til Lundúna eða fara þaðan. Furðuleg tilfinning. Hugsaði að kannski væri þetta himnaríki. Svona uppi í háloftunum með öllum hinum sem höfðu farist úr einhvers konar taugaáfalli vegna tímaleysis og streitu. Ég var fljót að átta mig samt þegar sætisfélagar mínir báðu skýrt og skilmerkilega um Séð og Heyrt svo að flugfreyjan þurfti að fara aukaferð aftur í flugvél og ná í það. 600 kall fyrir Séð og Heyrt? Ég er á lífi. Svo sat ég þarna og las helminginn af blaðinu á eins lúmskan hátt og ég mögulega gat. Írónískt þetta líf, ekki satt?

Ó jæja, Dívutónleikum lokið. Við þjófstörtuðum jólunum í gærkveldi. Tvisvar í röð. Þvílíka törnin. Hafði lítið sem ekkert sofið og Guði sé lof fyrir góðar sminkur sem fela bauga og hárgreiðslukonur sem gera krullur í mann. Ég kom Krullanum mínum verulega á óvart en hún hefur væntanlega fengið vægt áfall við að sjá tvíbura sinn á sviðinu. Þetta var yndislegt allt saman og ég er komin í ágætis jólaskap.

Nú tekur bara næsta við. Skipuleggja tónleikana mína 28.desember í Salnum Kópavogi a.k.a. www.salurinn.is hvar hægt er að panta miða. Ég vil ítreka að þetta eru einskonar styrktartónleikar fyrir fátæka náms/listamanninn í Lundúnum auk þess sem ég mun fá mikið út úr því að sýna mínar bestu hliðar og hleypa öllum inn í heim Veddarans. Uppgötvaði nú um daginn að það veit auðvitað enginn hvað á daga mína hefur drifið og hvað í %&"#$% ég er eiginlega að gera þarna í stórborginni??? Því er ekki úr vegi að sýna fólki að þetta hefur nú eitthvað upp á sig, þetta líferni listamannsins. Fæ alltaf skrýtna tilfinningu við að segjast vera listamaður. Þetta orð hefur svona "bóhem" yfirbragð og sumir hrauna yfir þennan geira eins og atvinnumenn oft á tíðum. En ég græt það ekki enda afar sátt við þetta nám og starf mitt og er þá bara bóhem/listamaður sem semur um lífið og ástina alveg óforskömmuð. Dásamlegt alveg hreint (",)

...annars er lífið fallegt og ég er barasta skotin í strák og allt í einu finnst mér gaman að tíminn hafi liðið fljótt og árið 2005 sé að kíkja í kaffi. Þetta kemur víst og fer. Hlakka mikið til að sjá hvar ég verð næstu jól. Ef ég mætti ráða þá væri það Wembley... en ég myndi samt alveg sætta mig við Salinn,Kópavogi aftur ef til þess kæmi ! Ætli það fari ekki eftir mætingunni núna þann 28.des! (",)

Innblástursinnskot mánaðarins: Embrace life,love and live with passion.






Check this!
Veddarinn at 23:57 |

2.12.04
-Verið velkomin!-

Check this!

Ég mun vera órafmögnuð dama og hleypa fólki inn í litla sálartetur lagasmíða minna (",)

"It is true that when one door closes another opens but it is far too often that when that door closes we relentlessly keep our eyes on the closed door and do not see the one that has opened before us." -Alexander Graham Bell

V
Veddarinn at 13:31 |

29.11.04
-Divur,skoli,ferdalog,myndband....TONLEIKAR VEDDARANS!!!-

Lifid er fallegt.. en annasamt. Eg kann ekki ad blogga lengur, by i flugvel thar sem flugfreyjurnar eru farnar ad thekkja mig sem fastakunnann og tharf ofan a allt ad sinna skola her i Lundunaborg.

Island-26.-28.november: laumadist til Islands i tvaer naetur fyrir "Divu myndatoku"
Lundunir-29.november: Svitna yfir fraedilegum programmeringum i skolanum i Lundunum as we speak..
Lundunir-30.november: Heilsdagsaefing med Ola Sk.leikstjora i Lundunum vegna Please myndbands og "bisness" dinner a Hakkasan med Besta tokumanni og crewinu....
Island-1.des-6.des: Aefingar a Islandi fyrir Divutonleika 10.des
Lundunir-7.des: Please myndband tekid upp a einum degi i Lundunum!
Island 9.des: Flyg aftur til Islands til ad na tonleikunum 10.des

....eg reyni af fremsta megni ad fa ekki taugaafall og skarta minu fegursta brosi a hverjum degi. Thydir ekkert annad.

Thessi skvisa er svo buin ad setja inn myndir fra ferd sinni til Lundunaborgar og eru thaer vaegast sagt vafasamar! Myndir!

Adal astaeda thess ad eg sest nidur og blogga er tho thessi:

Vinir Védísar efna til tónleika með henni fyrir valinn hóp í Salnum, Kópavogi,þriðjudaginn 28. desember kl. 20-21.30. Þetta eru fyrstu sólótónleikar Védísar og mun hún njóta liðsinnis góðra vina við flutninginn. Þarna gefst tækifæri til að heyra þær lagasmíðar sem Védís hefur verið að vinna að undanfarið í þægilegri og dálítið jólalegri stemmningu.

Miðaverð er kr. 1.900,- og eru miðar seldir í Salnum, s. 5700400, www.salurinn.is


Thid spyrjid ykkur maske hvada "valinn" hopur thetta er???.... uuuhh, YOU PUNKZ!!

Araet!

V


Veddarinn at 15:45 |

18.11.04
-hin helgu Vé-

Ég hef ítrekað sakað félaga mína um að vera letibloggarar, skrifað ýmis ávítanir á gestabækur þeirra og alfarið útilokað slíkan gjörning á mínum kanti. Viti menn! Veddarinn gerist letibloggari. Ég hef fengið að smakka bragðið af hinni hliðinni og mér finnst hún bara ansi ljúf. Því það þýðir jú að maður sé bara að sinna sínu enn frekar og hafi meira að gera. Þar af leiðandi gefst ekki tími í óþarfa frásagnir um daginn og veginn og endalausa athyglissýki fyrir "mig og mína" á myndasíðunni. Gott og vel. Nú er ég hins vegar mætt aftur galvösk og ætla að vera með "óþarfa frásagnir um daginn og veginn...."

Siffi og Stína a.k.a. afi og amma, hafa verið hér síðan á laugardag og látið sér lynda annir okkar systra í Lundúnaborg.

Handrit er tilbúið fyrir tónlistarmyndband og er það Óli Sk. minn góði vinur sem hefur samið það og mun einnig leikstýra, Eva María (pródúser hjá "Rushes") verður pródúser og "klippari" og Val"fríður Páls" ætlar að stílisera Veddarann fram í rauðan dauðann. Munum við snæða hádegismat í dag og fara yfir loka"skedjúl" þar sem þetta hefur frestast ansi lengi.

Ég hef fengið hafragraut á morgnana síðan mín elskulega amma steig fæti á Englandið, fengið næsthæstu einkunn fyrir skólaverkefni, snætt á Dorchester eins og hefðarfrú og margt fleira.

Svo fara hátíðargestirnir í dag og annar hátíðargestur kemur í kveld. Það er einmitt mjög mikilvægur gestur. Ég hef því ákveðið að vera "Gestgjafinn" eins og hann leggur sig um helgina og dekra við góðan gest.

Hey! Kominn tími fyrir innblástursinnskot: Do not try to be all things to everyone. Be content to be yourself to yourself.

V
Veddarinn at 09:39 |

10.11.04
Myndir og menning!

Allt í blómstrandi standi hér í Lundúnaborg. Mikið að gera hjá stelpunni. Verkefnavinna mikil í skólanum mitt í miðri myndbandagerð. Andrea greyið kom frá Aþenu í gær og fékk að gista eina nótt fyrir Íslandsför og þurfti að sitja undir "brainstorming" liði heima í stofu. Hún hafði nú sitthvað til málanna að leggja og er þetta allt að smella saman. Tökur fara fram á einum degi og ég hef útilokað kossaflens, módel og allt slíkt er tíðkast í dag. Í staðinn munu tveir dvergar láta ásjónu sína lýsa upp myndbandið. Já já, án alls gríns. Þetta verður keppnis.

Henti inn myndum frá Iceland Airwaves hvar ég naut nærveru framúrskarandi fólks og gólaði í nema kenndan við hljóð.

Hér! gefur að líta rjómann af ferðinni. Njótið!

V
Veddarinn at 13:01 |

1.11.04
-salt n pepa-

...alveg ad fila kellurnar i salt n pepa. Komst yfir afar hressandi gamalt lag med theim hja Evu Mariu sem naudgar thessu a ipodinum sinum: "I am the Body Beautiful" og maeli med ad allar fongulegar domur dilli rassinn vid thennan slagara. Ekki annad haegt hjer a kantinum! Folks, time for downloading!

Til ad fagna salt n pepa vil eg henda inn textabut ur einu af logunum theirra, "You showed me". Classic!

"Say what you will, and do what you must
It all fell apart when you betrayed my trust
Don't worry, babe, you're still my main dish
First on the menu but of a long list
This ain't me, it's what you made me
Now I'm slappin' you back with the same crap you gave me"


Alveg i keistinu thessar!

V


Veddarinn at 17:36 |

31.10.04
-afrakstur helgarinnar-

Eftir að hafa verið óstöðvandi ferðalangur þetta árið hef ég nú eytt helginni í afslöppun þökk sé Andreu Ídu, móður hennar frú Köhler (the toothsmith) og Ástu Láru vinkonu hennar. Myndbandsgerð er frestað um eina helgi svo að ég sá mér leik á borði og lék mér með íslenskum snilldardömum.

Var einmitt að koma úr kvikmyndahúsi með Andreunni og sátum við stjarfar yfir Jude Law og Sienna Miller í "Alfie". Boðskapurinn var eins og köld vatnsgusa og ég þekki þá nokkra sem þyrftu að skella sér á myndina og fá smá vakningu.

Ég get ekki beðið eftir að koma á Klakann í stutt stopp næstu helgi til að halda uppi stuðinu í fertugsafmæli frænda míns og hlakka mikið til að hitta gott fólk. Það er nefnilega afskaplega gott í þessu fólki á Íslandi.

Ég syndgaði mikið á Portobello markaði, studdi óhemju dýraslátrun með kaupum mínum á pels (ásamt fleiru) og fæ martraðir í kjölfarið. Ég hugsa meira um hvort ég "eigi" að vera með samviskubit frekar en að vera bara með sammara. Æ,blow it! - hverjir eru efstir í fæðukeðjunni? Veddi og hans vinir.

V
Veddarinn at 23:11 |

28.10.04
-shallow eyes-

Shallow eyes looking at me
I´m in disguise, afraid of what they see
not too blind to stay true to myself
so will I gain from this emptyness I feel?

I don´t think so
I don´t know
don´t believe so
cause it shows,
I´m a sheep amongst wolves
can´t compete with all the shallow eyes
out there

They do things I don´t agree with
but then again that´s how I´m raised
will we ever survive in a world
that´s full of prejudice and hate?

I don´t think so
I don´t know
don´t believe so
cause it shows,
I´m a sheep amongst wolves
can´t compete with all the shallow eyes
out there...

V.H.Á.
Veddarinn at 21:23 |

26.10.04
-please-

Afsakið bloggletina elsku börnin mín. Miklar annir og ferðalög hafa yfirtekið líf Veddarans. Airwaves hátíðin var mögnuð og ber þar hæst að nefna Bang Gang (nú hva!), Sahara Hotnights, Mínus, Vinyl og Quarashi þar sem Egill "Tiny" litli frændi stóð sig með eindæmum vel. Þess má geta að Egill og Svala, hans heittelskaða, ætla að kíkja á okkur systur nú í byrjun desember og er tilhlökkunin mikil.

Ég hef varla náð andanum eftir Íslandferðina og eftir að hafa ofkeyrt mig sit ég hér uppdúðuð, hnerrandi og einkar óhugguleg. Þetta verður stelpan að hrista af sér því upptökur á myndbandi fara fram um helgina OG það er próf á morgun hjá mér. Kennarinn var svo góður að segja okkur frá því. Átti víst að skella þessu á mann með allt niðri um sig. Öss!

Ég píri kvefuð augun í glósurnar góðu en Veddarinn fékk hrós frá lærimeistara sínum fyrir vel skipulagða möppu og litríka. Þetta mun vera afleiðing þess að hafa ekki verið í skóla í tvö ár og því eru neonpennarnir notaðir óspart og hin og þessi orð um RAM í tölvum og DSLR fyrir PC í MIDI hafa öðlast nýtt líf á mínum pappírum. Einnig skal það viðurkennast að ég er kennarasleikja því að lærimeistarinn er snillingur og hefur m.a. unnið mikið með Massive Attack.

Ég þakka góðu fólki fyrir hlýjar móttökur á Klakanum. Þetta verður ógleymanleg ferð.

V




Veddarinn at 17:06 |

17.10.04
-ich bin so hress-

Það er allt að gerast í heimi Veddarans og ekki er hann nú stór, vil ég halda. Nýtt lag (PLEASE heitir það) er að koma í spilun á Klakann svona til að hrista aðeins upp í liðinu. Mun þetta vera fyrsti "single" af plötunni er lítur dagsins ljós eftir áramót hér í landi Breta. Hvunær nákvæmlega er ekki staðfest en þannig er það nú. Einnig er verið að moða saman myndband við sama lag og er nú hugmyndavinna í fullum gangi. Mér til fulltyngis verður mjög gott fólk bæði íslenskt og annars lenskt er býr hér í Bretlandi og þar á meðal ætlar Valfríðurin að vera stílisti Veddarans fyrir herlegheitin svo ég ætti að vera vel spiffuð eftir meðhöndlun þeirrar góðu konu.

Ég myndi nú segja að tími væri kominn á stelpuna hvað útgáfu varðar enda búin að vera að fela mig í heil tvö ár núna. Ekki lítið af efni sem hefur safnast upp á tveimur árum. Nú er kominn tími á að koma undan feldinum og sýna hvað í sér býr. Ég mun fljúga heim komandi miðvikudag með löðrandi slagara heitan ofan í tösku og henda þessu á útvarpstöðvarnar. Fylgist spennt með folks! Allur stuðningur vel þeginn hér á bænum (",)

Bang Gang mun rokka pleisið á föstudeginum í Listasafninu kl.21.00 á Airwaves og svo verður maður bara á fleygiferð í málningagallanum tilbúin að mála bæinn rauðan og sjá hverja einustu söngspíru og trommutakt er spila vill. Vínyl er svo að spila á laugardagskveldinu og hlakka ég mikið til að sjá þá drengina og þá sérstaklega hljómborðsleikarann en hann mun vera sjúklega sjarmerandi týpa og hress á tónleikum.



V
Veddarinn at 19:43 |

13.10.04
-æi litla músin-

Hún Rakel Sif vinkona mín er "brjálaði vísindamaðurinn". Afskaplega fögur og glæsileg stúlka en undir sléttri húð og saklausu yfirbragði er hún "brjálaði vísindamaðurinn"!!! "Brjálaði vísindamaðurinn" er í efnafræðitíma og fær brennisteinssýru í raddböndin. Þess má geta að þetta eru mjög mikilvæg raddbönd. Þessi raddbönd framkölluðu "Sólin er koooomiiin, jaaáá" sem gerði allt vitlaust í Wake Me Up sýningunum. Þessi raddbönd hafa einnig framkallað ýmsan gjörning á andvökukvöldum okkar vinkvenna. Því skal senda samúðarkveðjur til Rocky sem má hafa sig alla við að bíða eftir Eddie sem ætlar að gefa henni stórt knús. Jamm..
Veddarinn at 10:12 |